Bæjarstjórn samþykkti á seinasta fundi sínum að hækka frístundastyrki upp í 20.000 kr. á hvert barn eða um 33%.
Markmið styrkjanna er að tryggja að öll börn og unglingar í sveitarfélaginu geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi og að foreldrum þeirra og forráðamönnum verði gert auðveldara að standa straum af þeim kostnaði sem af þátttökunni hlýst.
Styrkirnir voru teknir upp árið 2017 og voru þeir 15.000 kr.