Jón Guðni fyrirliði Íslands í stórsigri á Indónesíu

Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson spilaði báða æfingalandsleikina fyrir Ísland þegar liðið mætti Indonesíu í höfuðborginni Jakarta í gær og á fimmtudaginn var.

Það sem meira var þá bar okkar maður fyrirliðabandið í seinni hálfleik í leiknum í gær sem Ísland sigraði örugglega 4-1.

Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu því það styttist óðum í HM í Rússlandi og vonandi verður Jón Guðni þar.