Þórsarar unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld 79-86 og er það annar sigurleikur liðsins í röð.

Þórsarar, sem voru í fyrsta skipti í langan tíma með nánast alla leikmenn heila,  byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru 13 stigum yfir í hálfleik 50-37.

Í þriðja leikhluta kom Stjörnumenn sterkir inn og náði að minnka forystuna. Þegar kom að seinasta leikhlutanum var staðan 63-60. Þórsarar komu aftur til baka í fjórða leikhluta og sigldu sigrinum í land.

DJ Balentine var stigahæstur Þórsara með 24 og 5 fráköst. Þar á eftir kom Halldór Garðar Hermannsson með 19 stig og 6 fráköst og Emil Karel Einarsson með 12 stig og 7 fráköst. Chaz Calvaron Williams, sem spilaði sinn fyrsta leik í dag var með 8 stig.