Nú styðjum við okkar mann og fyllum Háskólabíó: Miðasala hefst kl. 12 á morgun

Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir – RÚV

Nú styttist óðum í undanúrslit Söngvakeppninnar á RÚV þar sem okkar maður, Júlí Heiðar Halldórsson, á lag í keppninni og það þriðja árið í röð.

Undanúrslitakvöldin eru tvö, það fyrra er laugardaginn 10. febrúar og það síðara þann 17. febrúar.

Dagur Sigurðsson flytur lag Júlís, Í stormi, á síðara kvöldinu og opnar miðasalan á morgun, 30. janúar, klukkan 12 á Tix.is.

Nú er ráð fyrir Ölfusinga og aðra áhugasama að næla sér í miða og fjölmenna í Háskólabíó og styðja við bakið á okkar hæfileikaríka manni en það er ekki sjálfgefið að koma inn lögum í keppnina þrjú ár í röð.