Þórsarar semja við Chaz Williams

Þórsarar hafa samið við Bandaríkjamanninn Chaz Williams um að leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils í Domino’s deildinni.

Williams er 26 ára bakvörður sem spilaði síðast í finnsku úrvalsdeildinni með liði Korihait en þar áður lék hann með liði Geneva Lions í svissnesku úrvalsdeildinni. Hann kemur úr UMass háskólanum sem leikur í efstu deild háskólaboltans (NCAA Division I) í Bandaríkjunum.

Samkvæmt heimildum Hafnarfrétta þá munu Þórsarar tefla fram tveimur erlendum leikmönnum en fyrir er liðið með DJ Balentine. Munu leikmennirnir skipta með sér leiktíma þar sem aðeins er leyfilegt að spila einum erlendum leikmanni inná vellinum í einu.