Þakkir til Einars Árna frá Þórsurum

Einar Árni Jóhannsson þjálfari körfuknattleiksdeildar Þórs í Þorlákshöfn lætur af störfum í vor. Einar Árni kom til starfa vorið 2015 og hefur stýrt liðinu undanfarin þrjú keppnistímabil.

Stjórn, starfsmenn og stuðningsmenn Þórs þakka Einari Árna fyrir frábært og óeigingjarnt starf fyrir klúbbinn. Það hefur verið ánægjulegt að hafa Einar Árna í okkar herbúðum. Í hans störfum hefur fagmennska, ástríða fyrir sportinu og þrautseigja verið í fyrirrúmi en ekki síst skilur hann eftir frábært starf sem klúbburinn getur nýtt til framtíðar.

Við óskum Einari Árna í velfarnaðar í komandi störfum og er það von okkar að hann starfi áfram innan körfuknattleikshreyfingarinnar því að hann er hafsjór af fróðleik og reynslu sem hreyfingin þarf á að halda.

Jóhanna M. Hjartardóttir
Formaður körfuknattleiksdeildar Þórs