Þrír Þorlákshafnarbúar voru kjörnir íþróttamenn HSK í sinni íþróttagrein á héraðsþingi HSK sem haldið var í Þorlákshöfn á laugardaginn.
Axel Örn Sæmundsson er badmintonmaður HSK, Gyða Dögg Heiðarsdóttir er vélhjólamaður HSK og Halldór Garðar Hermannsson er körfuknattleiksmaður HSK.
Þá var Jóhanna Margrét Hjartardóttir og Lára Ásbergsdóttir þingforsetar þingsins og Sigþrúður Harðardóttir og Jón Páll Kristófersson voru þingritarar.
Um 100 manns mættu á héraðsþingið í Ráðhúsi Ölfuss og fór það vel fram. „Forystu heimafélagana í Ölfusi og sveitarfélaginu er sérstaklega þakkað fyrir frábæra umgjörð þingsins og góðar móttökur. Sveitarfélaginu Ölfusi er þakkaður stuðningurinn en sveitarfélagið bauð þingfulltrúum og gestum til hádegisverðar á þinginu,“ segir á heimasíðu HSK.