Ylja heldur fyrstu tónleika ársins á Hendur í höfn

Fyrstu tónleikar á nýju ári á Hendur í höfn verður með hljómsveitinni Ylju sem gaf einmitt út nýja plötu undir lok síðasta árs. Sú plata inniheldur íslensk þjóðlög og hlaut mikið lof gagnrýnenda.

Miðasalan er hafin og vill Ása Berglind, skipuleggjandi tónleikana, hvetja fullorðna fólkið til að bjóða með sér á tónleikana ungu fólki sem hefur áhuga á söng, sérstaklega stelpum, því þær eru sannarlega flottar fyrirmyndir þær Gígja og Bjartey.

Einnig langar hana að minna á að tónleikar KK og hans fríða föruneyti eru komnir í sölu en þeir verða haldnir 30. mars.

Í þessu myndbandi er hægt að fá sannan sumaril í kroppinn, en þarna syngur Ylja eitt af sínum þekktustu lögum, Á rauðum sandi.

Hér má finna viðburðinn á facebook