Kona slasaðist við bjargið í Þorlákshöfn

Betur fór en á horfðist þegar slys var við bjargið utan við Þorlákshöfn um hádegisbil í dag þegar kona féll þar niður en endaði sem betur fer ekki í sjónum. Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út en tilkynning barst þess efnis að fólk væri í sjónum við björgin í Þorlákshöfn.

Í tilkynningu frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björgu segir að einn ein­stak­ling­ur hafi verið slasaður en mik­il ís­ing var á vett­vangi.

„Björg­un­ar­sveitar­fólk þurfti að síga niður til ein­stak­ling­ins og hlúa að hon­um. Hann var svo hífður upp um borð í þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar um klukk­an eitt. Í fyrstu var talið að ann­ar aðili væri í sjón­um og voru bjög­un­ar­bát­ar sett­ir á flot og hófu strax leit, einnig voru kallaðir út fleiri björg­un­ar­bát­ar frá Suður­nesj­um ásamt leit­ar­hóp­um frá höfuðborg­ar­svæðinu.“

Í kjölfarið var staðfest að enginn hafi verið í sjónum og lenti þyrla Landhelgisgæslunnar við Land­spít­al­ann í Foss­vogi um klukk­an eitt sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Gæsl­unni.