Lokahóf meistaraflokks Þórs fór fram í gærkvöldi í Ráðhúsi Ölfuss að viðstöddum leikmönnum, þjálfurum, stjórn, starfsmönnum og stuðningskorthöfum.
Fjórir leikmenn Þórs fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur á tímabilinu. Halldór Garðar Hermannsson var valinn besti leikmaður Þórs og Emil Karel Einarsson var mikilvægasti leikmaðurinn. Davíð Arnar Ágústsson var valinn besti varnarmaðurinn og Styrmir Snær Þrastarson var valinn efnilegasti leikmaður Þórs.
Að lokum þakkaði stjórn Einari Árna Jóhannssyni þjálfara fyrir vel unnin störf og óskaði honum velfarnaðar á nýjum vettvangi sem þjálfara.