Vortónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar á sumardaginn fyrsta

Lúðrasveit Þorlákshafnar blæs til veglegra vortónleika fyrsta sumardag, fimmtudaginn 19. apríl í Þorlákskirkju.

Yfirskrift tónleikanna er „Hver gengur þarna suður Tjarnarbakka“ en sveitin mun flytja íslenskar dægurlagaperlur sl. 70 ára. „Það verður víða komið við og hreyft við minningarbanka tónleikagesta,“ segir í tilkynningu LÞ.

Aðalbjörg Halldórsdóttir, Anna Margrét Káradóttir og Jón Óskar Guðlaugsson munu ljá nokkrum laganna rödd sína en þau eru jafnframt öll meðlimir lúðrasveitarinnar.