Öflug uppgræðsla hefur verið á sandinum norður af Þorlákshöfn seinustu ár og áratugi. Hefur sú landgræðsla bætt lífsskilyrði í Þorlákshöfn mikið og nú á að taka verkefnið skrefinu lengra með ræktun Þorláksskógar. Skrifað var undir samning um verkefnið í október 2016 en nú stefnir í að hægt verði að hefja verkefnið.

Á seinustu árum „hefur verið plantað á um 10 hektara svæði nálægt byggðinni sem síðar mun nýtast sem útivistarsvæði. Fyrirhugað er að planta í enn stærra svæði því nægilegt er landsvæðið. Árangurinn sem náðst hefur er alveg ótrúlegur,“ sagði Davíð Halldórsson umhverfisstjóri Ölfuss.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu flotta verkefni á næstu árum.