Fyrsta skemmtiferðaskipið í Þorlákshöfn – myndband

Það fór líklegast ekki fram hjá neinum að skemmtiferðaskipið Ocean Diamond heimsótti Þorlákshöfn í gærdag og var þar með fyrsta skemmtiferðaskipið til að leggjast að í Þorlákshöfn. Skipið tekur um 200 farþega auk hundrað manna áhafn­ar. Um 70% gestanna fóru í skipulagðar dagsferðar við komuna en afgangurinn af gestunum ásamt áhöfn varð eftir í höfninni.

Mikil vinna hefur farið í það að fá skemmtiferðaskip til að leggja að í Þorlákshöfn. Skipið sem búið var að bóka í sumar breytti sínum áætlunum og afbókaði og því ekkert annað að gera en að halda áfram að vinna að því að fá bókanir. Fyrirvarinn var ekki mikill en fjöldi starfsmanna sveitarfélagsins lögðu störf sín til hliðar til að þetta aðstoða við þetta verkefni.

Ef þú misstir af komu skipsins þá þarftu ekki að hafa áhyggjur því Hafnarfréttir voru á svæðinu og tóku upp myndband af komu skipsins sem má finna hér að neðan.