Sumartónleikaröðin á Hendur í höfn hefur aldeilis farið vel af stað svo vægt sé til orða tekið. Húsfylli var á tónleikum Aðalbjargar, Halldórs og Sæla í síðustu viku og stemningin frábær. Þá er orðið uppselt á tónleika Ásgeirs Trausta og Önnu Möggu og Rúnars.
Á morgun, föstudaginn 13. júlí er komið að Sölku Sól sem kemur fram með nýrri hljómsveit skipaðri tónlistarmönnum úr fremstu röð, en það eru þeir Guðmundur Óskar á bassa, Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur og nýji Þorlákshafnarbúinn Tómas Jónsson á hljómborð.
Á tónleikunum mun hún flytja lög sem hafa haft áhrif á hana og mótað hana sem einstakling og listamann. Lagavalið er fjölbreytt og skemmtilegt, allt frá Bítlunum, Bubba og The Beach Boys til Spice Girls og Amy Winehouse. Ásamt því mun hún flytja lög eftir sig sjálfa.
Þegar þetta er skrifað eru aðeins örfáir miðar eftir og því ljóst að það verður húsfylli og góða stemningu á Hendur í höfn.
Þeim sem langar að næla sér í þessa síðustu miða er bent á að hafa hraðar hendur en hægt er að kaupa mið á Tix.is með því að smella hér.