Nýárstónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar 5. janúar

Nýárstónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar verða haldnir laugardaginn 5. janúar kl. 17:00 í Ráðhúsi Ölfuss.

„Hátíðleg byrjun á nýju ári þar sem dásamleg, fjölbreytt og sérdeilis skemmtileg tónlist fær að hljóma. Valsar, smá jóla, háklassík, popp – já alls konar bara oooog … knöll, konfetti og galaklæddir gullfallegir lúðraþeytarar,“ segir í tilkynningu lúðrasveitarinnar. Söngkonan Valgerður Guðnadóttir verður sérstakur gestur með lúðrasveitinni.

Forsala miða er á Bæjarbókasafni Ölfuss og er miðaverð 3.000 kr. Einnig selt við innganginn.