Daníel Haukur með stórsöng – Myndband

danielhaukur01Daníel Haukur Arnarsson söng einsöng með kór Fjölbrautaskóla Suðurlands á jólatónleikum kórsins á dögunum.

Í meðfylgjandi myndskeiði má heyra stórgóðan flutning hans á laginu Ó helga nótt eða O Holy Night eins og lagið heitir á frummálinu.

Fleiri orð eru óþörf en best er að leyfa myndskeiðinu að tala. Þeir sem ekki eru komnir í jólagírinn munu detta í hann eftir áhorfið.