Síðasti leikur ársins hjá Þór – Í beinni á netinu

tommi01Þórsarar halda Suðurstrandarveginn í dag til Njarðvíkur þar sem þeir mæta heimamönnum í Dominos deildinni í körfubolta í kvöld.

Þetta er síðasti leikur fyrir jólafrí hjá báðum liðum og hafa þau án efa eitt og sama markmiðið; að fara með sigur í farteskinu inn í jólafríið.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 en fyrir þá sem ekki eiga kost á að mæta á völlinn geta horft á leikinn í beinni útsendingu á Sporttv.is.