Jólasveinarnir afhenda jólatré

jolatre01Jólasveinarnir skunda af stað til Þorlákshafnar seinni partinn í dag til að afhenda jólatré til þeirra sem þess hafa óskað.

Afhendingin hefst klukkan 18 og eru það Kiwanis menn sem hafa umsjón með jólatrjáasölunni en jólasveinarnir hafa aðstoðað þá undanfarin ár og er þetta ár þar engin undantekning.