Nokkuð hefur borið á skemmdarverkum í fallega bæjarfélaginu okkar í sumar en nýjasta dæmið eru skemmdaverk sem unnin voru á vinnuvélum við leikskólann Bergheima.
Greint er frá þessu atviki í hópnum Íbúar í Þorlákshöfn og Ölfusi á Facebook en skemmdarverkin má sjá á þessum myndum. Talið er að tjónið sé upp á hundruð þúsunda.
Fyrr í sumar voru blómapottar við grunnskólann rifnir upp og hent upp á þak skólans og hjól sem gleymdist í skrúðgarðinum yfir nótt var rifið í sundur.
Þetta er ekki gaman að sjá og vonandi að skemmdarvargarnir sjái af sér og hætti þessari ömurlegu iðju sinni að skemma fyrir öðrum.