Öruggur sigur Ægismanna í botnbaráttuslag

Ægismenn unnu góðan 2-0 sigur á Sindra á Þorlákshafnarvelli í gær í mikilvægum botnbaráttuslag í 3. deildinni í fótbolta.

Emanuel Nikpalj kom Ægismönnum yfir á 35. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Guðmundur Garðar Sigfússon bætti við forystuna á 59. mínútu og staðan orðin 2-0. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Ægis staðreynd.

Eftir sigurinn komust Ægismenn úr botnsætinu og upp fyrir Sindra. Þetta eru gífurlega mikilvæg úrslit í baráttunni um að halda sæti sínu en Ægismenn eiga núna fjóra leiki eftir í deildinni.