Glæsileg Kr,- verslun hefur opnað í Þorlákshöfn – myndir

Ný og glæsileg matvöruverslun hefur opnað í Þorlákshöfn og ber hún nafnið Kr, en Hafnarfréttir greindu frá fyrirætlununum á síðasta ári.

„Kr,- er skammstöfun fyrir KRÓNU. Á sama hátt og tilgangur skammstöfunar er að einfalda- og spara tíma er hlutverk Kr,- verslanna að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval á lægra verði. Í Kr,- finnur þú 2.000 vörur á Krónuverði.“ Segir í tilkynningu Krónunnar.

Vöruúrval hefur aukist mikið frá því sem var í Kjarval og í samtali við Hafnarfréttir á síðasta ári sagði Jón Björnsson, forstjóri Festis, að í nýju Kr,- versluninni yrðu um 70% fleiri vörur á Krónuverði heldur en í Kjarval.

Verslunin er opin frá 10-19 virka daga, frá 11-16 á laugardögum og 12-16 á sunnudögum.

Hér að neðan má sjá myndir úr nýju Kr,- versluninni sem Hafnarfréttir fengu að láni af Facebook síðu Krónunnar.