Mikilvægasti leikur tímabilsins!

Á morgun, laugardaginn 18. ágúst, fer fram mikilvægasti leikur tímabilsins hjá meistaraflokki Knattspyrnufélagsins Ægis.

Flautað verður til leiks kl. 14:00 en þá tekur Ægir á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði og það er allt eða ekkert í þeim leik enda bæði lið að berjast við að halda sér í deildinni.

Ef Ægir nær sigri kemst það upp fyrir Sindra en ef liðið tapar þá verður erfitt fyrir Ægi að halda sér uppi.

Hvetjum við alla til þess að mæta á völlinn og styðja við bakið á okkar mönnum.