Á erfitt með að sofna á kvöldin útaf öllum tækifærunum í Ölfusi

„Ég kolféll fyrir svæðinu og á erfitt með að sofna á kvöldin út af því að ég er svo upptendraður yfir öllum þeim tækifærum sem svæðið hefur. Mér finnst ég ekki mega eyða tíma í svefn af því að það er allt á fullri ferð,“ sagði Elliði Vignisson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

Það er ljóst að Elliði kann mjög vel við sig í Ölfusinu og er hann snortinn yfir góðum viðtökum frá íbúum sveitarfélagsins. „Ég er alltaf að reyna að bera mig af gamaldags karlmennsku en ég verð að viðurkenna að það koma bara tár í augnkrókana þegar maður finnur þessa hlýju sem manni er sýnd hérna í samfélaginu.“

Að sögn Elliða er hann að taka við mjög góðu búi af forvera sínum í starfi, Gunnsteini Ómarssyni og því séu engar afsakanir til að standa sig ekki vel á komandi árum.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild með því að smella hér.