Kiwanisklúbburinn Ölver býður grunnskólanemum á myndina Lof mér að falla

Kiwanisklúbburinn Ölver býður nemendum í 9. og 10. bekk í Grunnskólanum í Þorlákshöfn í bíó að sjá myndina Lof mér að falla.

Farið verður þriðjudaginn 23. október á myndina en eins og mörgum er kunnugt fjallar hún um unglinga í neyslu. Er þetta hluti af forvarnarstarfi sem Kiwanismenn vinna í samstarfi við grunnskólann.