Hafi lóðarhafi ekki fylgt ákvæðum sem var gert grein fyrir við úthlutun lóðar mun bæjarstjórn afturkalla lóðarúthlutunina 9. nóvember 2018.
Lóðarhöfum sem ekki hafa enn uppfyllt úthlutnarreglur verður send lokaviðvörun.
Reglur sem fylgja úthlutun lóða:
- Greiða skal 15% staðfestingargjald innan 30 daga frá úthlutun.
- Teikningum skal skilað inn innan 6 mánaða frá úthlutun.
- Framkvæmdir skulu hefjast innan 8 mánaða frá úthlutun.
Skv. 14. gr. í gjaldskrá gatnagerðargjalda sveitarfélagsins er bæjarstjórn heimilt að afturkalla lóðarúthlutun/byggingarleyfi án tilkynningar til lóðarhafa hafi hann ekki fylgt reglum um úthlutun lóða.