Mynd: Bernhard Kristinn

Tónlistarmaðurinn og Þorlákshafnargæjinn Jónas Sigurðsson er tilnefndur í 5 flokkum til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir árið 2018.

Nýja platan hans, Milda hjartað, er tilnefnd sem plata ársins. Jónas er tilnefndur sem textahöfundur ársins sem og lagahöfundur ársins.

Þá er Milda hjartað tilnefnt sem plötuumslag ársins og Ómar Guðjónsson er tilnefndur sem upptökustjóri ársins fyrir Milda hjartað.