Um 600 manns hafa séð Saumastofuna

Leikfélag Ölfuss. Mynd: Róbert Karl

Eins og margir eru meðvitaðir um þá sýnir Leikfélag Ölfus nú Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Guðfinnu Gunnarsdóttur.

Sýningin var frumsýnd fyrir fullu húsi 8. febrúar og fullt hefur verið á allar 11 sýningarnar síðan þá og orðið uppselt á lokasýninguna föstudaginn 29. mars. Leiksýningin hefur hlotið mikil og góð viðbrögð sem endurspeglast í þessari góðu gagnrýni sem birtist á Leiklist.is.

Þegar upp er staðið munu því um 600 manns hafa lagt leið sína í Versali að sjá Leikfélag Ölfuss þetta leikárið og óhætt er að óska þeim til hamingju með þennan árangur og láta sér hlakka til næstu sýningar.