Þann 11. apríl klukkan 17:30 verður Listakvöld í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem list- og verkgreinar sýna afrakstur vetrarins.
Sýning verður á verkum nemenda í myndmennt, málmsmíði, smíði, málmsmíði og skrautskrift. Nemendur í heimilisfræði 8. – 10. bekkjar hafa bakað smákökur sem verða í boði ásamt kaffi.
Eldri lúðrasveit skólans mun spila í glerhýsi á meðan á sýningu stendur.
Klukkan 18:15 hefst dagskrá á sal skólans þar sem nemendur munu koma fram í hinum ýmsu hlutverkum. Það verða kórar, litla lúðrasveitin mun spila, 7. bekkur mun dansa undir þverflautuleik ungra tónlistarnemenda skólans, leikrit og skólahreysti hópur mun taka unga sem aldna í kennslustund í hreysti.
Sýningin er opin öllum og hvetjum við foreldra, ömmur og afa, systkini og aðra velunnara að mæta á sýninguna með börnunum sínum og eiga góða stund saman.