Sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum KR

Rétt í þessu var öðrum leik Þórs og KR að ljúka í úrslitakeppni Dominos deild karla með sannfærandi 12 stiga sigri Þórsara 102-90.

Lið KR byrjaði leikinn betur en þegar líða tók á annan leikhluta komust Þórsarar yfir og héldu þeir því forskoti út leikinn.

Okkar menn hafa því jafnað einvígið 1-1 og mun næsti leikur fara fram í Vesturbænum næsta laugardag.

Skyldumæting í DHL höllina næsta laugardag.