Aukið fé sett í lagfæringu vega í Þorlákshöfn

Alls verða um 24 m.kr. settar í viðhald á bundu slitlagi í Þorlákshöfn á þessu ári, sem er 5 m.kr. meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins, en þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs 11. apríl sl.

Viðbótarframlagið verður notað til að mæta þörf fyrir viðhaldi á bundnu slitlagi á Unubakka, Skálholtsbraut, Selvogsbraut og Setbergi, ásamt nýlögn í Búðahverfi.