Barnalán í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

Í Grunnskólanum í Þorlákshöfn er að finna augljós merki um hamingjuna sem býr í Ölfusi. Á meðal starfsfólksins eru hvorki meira né minna en 6 konur sem eru annaðhvort nýbúnar að eignast barn eða munu fæða barn á þessu almanaksári. Í skólanum starfa 58 manns og reiknast okkur því til að þetta séu rúmlega 10% alls starfsfólks.

Þetta eru auðvitað mikil gleðitíðindi en hefur það í för með sér að það eru margar stöður sem þarf að fylla tímabundið á meðan foreldrar eru að koma börnunum í heiminn og hefur Ólína skólastjóri í mörg börn að líta hvað það varðar þessa dagana. Þrátt fyrir það segir Ólína þetta vera frábæra stöðu því skólar landsins eiga allt undir því að fólk sé duglegt að búa til nýja nemendur.

Við hjá Hafnarfréttum óskum öllu nýbökuðum og verðandi foreldrum innilega til hamingju!