Hjálpumst að við að hreinsa nærumhverfið okkar!


Stóra hreinsunarhelgin hefst á morgun, laugardag

Umræðan um plastmengun og almenn umræða um loftslagsmálin hefur varla farið framhjá neinum. Tvær öflugar konur í Þorlákshöfn hafa nú tekið sig til og standa í annað sinn fyrir hreinsunarátaki þar sem þær hvetja alla íbúa í Ölfusi til þess að taka til hendinni og hreinsa rusl í sínu nærumhverfi. Þetta átak á að eiga sér stað um helgina og gefum við þeim hér með orðið:

Kæru íbúar Ölfus og aðrir aðdáendur!
Núna er komið að hreinsunarátaki í Þorlákshöfn og nágrenni.
Við ætlum að hefja plokktímabilið formlega þessa helgi og koma saman og hreinsa til í kringum okkur.

Við setjum inn sama kort og í fyrra sem sýnir hvernig við skiptum Þorlákshöfn upp í svæði eftir númerum.

Þið veljið ykkur svæði og látið svo vita þegar þið hafið fyrir yfir það og hreinsað. Endilega setjið inn myndir hér inn á viðburðinn og á síðuna okkar Plokkarar í Ölfusi.

Sveitafélagið Ölfus verður í samstarfi með okkur og ætla þau að hirða upp það sem við týnum.

Við sköffum poka til að týna ruslið í og fáum við þá úr Endurvinnslu húsinu okkar þar sem svartir ruslapokar hafa safnast upp í allan vetur.

Við söfnum svo öllu saman á malarplanið við Íþróttahúsið okkar eins og í fyrra. Það verður svo fjarlægt á mánudeginum 29. apríl.

Við viljum hvetja alla til að taka þátt og hjálpast að við að gera bæinn okkar og nágrenni hreint og fínt.

Bestu kveðjur
Brynja Eldon og Hrafnhildur Árnadóttir