Þjónustuhús í ljósum logum á tjaldstæðinu

Frá vettvangi í morgun. Mynd: Brunavarnir Árnessýslu

Rétt fyrir klukkan sex í morgun var tilkynnt um þjónustuhús í ljósum logum á tjaldstæðinu í Þorlákshöfn.

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn voru fljótir á staðinn og tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma enda var um lítið hús að ræða. Húsið er hins vegar gjör ónýtt og næsta hús við hliðina er mikið skemmt.