Hér má sjá Gauk, þriðja til vinstri, ásamt Kaleo og Rolling Stones

Tónlistarmaðurinn KK ferðast nú um landið ásamt ungum vini sínum, Gauki. KK er landsmönnum kunnur en Gaukur er að hasla sér völl á Íslandi. Hann er nýútskrifaður úr munnhörpunámi í Berklee Collage of Music og hefur ferðast um allan heim til að spila tónlist, meðal annars með Kaleo. Hann má sjá á meðfylgjandi mynd ásamt Kaleo og Rolling Stones, hvorki meira né minna, en Kaleo hefur nú í nokkur skipti hitað upp fyrir Rolling Stones.

Með KK verður hann töluvert að spila á slide gítar eða Hawaii gítar eins og það er líka kallað og raddar í bluegrass stíl auk þess sem hann mun án efa grípa í munnhörpurnar sínar.
Þeir munu spila úrval af lögum KK og aðrar hugljúfar dillandi melódíur. KK ætlar að vígja nýjan gítar á túrnum, forlátan Collings gítar frá Texas. Og allt verður þetta flutt gegnum einn hljóðnema. 

Missið ekki af einstökum tónleikum á Hendur í höfn 18. október. Miðasala er á midi.is og borðapantanir á hendurihofn@hendurihofn.is