Digiqole ad

Fyrsti sigur Þórs í hús eftir háspennuleik

 Fyrsti sigur Þórs í hús eftir háspennuleik
Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs.

Þórsarar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu í Domino’s deildinni í gærkvöldi þegar þeir unnu nafna sína frá Akureyri í háspennuleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Þorlákshafnar Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti en gestirnir söxuðu vel á forskotið í öðrum leikhluta og var allt jafnt í hálfleik, 45-45.

Seinni hálfleikurinn var allur í járnum þar sem aldreik var langt á milli liðanna. Heimamenn voru sterkari á endasprettinum og kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 85-81 Þorlákshafnar Þórsurum í vil.

Fyrirliðinn Emil Karel Einarsson var frábær í leiknum og dró áfram sína menn þegar á reyndi á erfiðum köflum.

Tölfræðin: Vincent Bailey 26/10 fráköst, Emil Karel Einarsson 22/6 fráköst, Marko Bakovic 15/12 fráköst/3 varin skot, Vladimir Nemcok 11/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 6, Davíð Arnar Ágústsson 2, Halldór Hermannsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 1.