Þórsarar semja við Dino Butorac og Vladimir Nemcok á heimleið

Þórsarar hafa samið við króatíska leikmanninn Dino Butorac um að leika með liðinu í Domino’s deildinni í körfubolta. Karfan.is greinir fyrst frá.

Hann kemur í stað Vladimir Nemcok sem þótti ekki standa undir væntingum Þórsara það sem af er tímabils.

Dino Butorac er þekkt stærð í íslenska körfuboltanum en á síðasta tímabili lék hann með Tindastól þar sem hann skilaði 11,4 stigum, 3,9 fráköstum og 3,4 stoðsendingum í 27 leikjum. Þá hefur hann orðið meistari í bosnísku deildinni árið 2012 og unnið tvo titla í sænsku deildinni árin 2014 og 2015.