Skammdegishátíðin Þollóween hefur verið í gangi í Þorlákshöfn síðan á mánudag og klárast dagskráin í dag, sunnudag, með barna jóga með Hrafnhildi hlín og flóamarkað í Versölum.
Alla vikuna hafa verið 2-3 viðburðir á hverjum degi og allstaðar hefur mætingin farið fram úr björtustu væntingum skipuleggjanda. Það er nokkuð víst að flest allir íbúar Þorlákshafnar hafa rekist á einhverskonar furðuveru síðustu daga því þær hafa verið fjölmargar á ferli.
Eins og áður sagði er síðasti dagskráliðurinn flóamarkaðurinn: Komdu og skoðaðu í kistuna mína, þar sem verður hægt að gera góð kaup og eru sunnlendingar allir hvattir til að fá sér bíltúr í Þorlákshöfn. Markaðurinn er frá kl. 13-17 og verða óvæntar uppákomur!
Nánari upplýsingar má finna á facebook síðu Þollóween