Þórsarar í 16-liða úrslit eftir frábæran sigur á Haukum

Mynd: RÚV

Þórsarar eru komnir í 16-liða úrslit Geysisbikarsins í körfubolta eftir sterkan sigur á Haukum í Hafnarfirði í kvöld. Lokatölur urðu 67-71.

Þórsarar léku án Vincent Bailey í þessum leik og því var fyrirfram um gríðarlega erfiðan leik að ræða og sérstaklega þar sem Haukar ætluðu sér væntanlega að kvitta fyrir tapið gegn Þórsurum í síðasta leik í deildinni.