Nú fer hver að verða síðastur að sjá Billy Elliot

billy_solvi01
Mynd: Borgarleikhúsið

Eins og allir Þorlákshafnarbúar vita þá fer Sölvi Viggósson Dýrfjörð með hlutverk Billy Elliot í samnefndum söngleik í Borgarleikhúsinu.

Sölvi fer algjörlega á kostum í þessari frábæru sýningu þar sem hann syngur, leikur og dansar af mikilli snilld. Hafnarfréttir voru í salnum síðastliðinn föstudag og mátti sjá mörg kunnugleg andlit úr höfninni á sýningunni.

Nú fer hver að verða síðastur að sjá þetta stórkostlega verk en síðasta sýning á Billy Elliot verður 13. febrúar og á okkar maður tvær sýningar eftir.

Þeir sem vilja sjá sýningu þar sem Sölvi leikur Billy, geta haft samband við foreldra hans, Barböru eða Viggó, og þau gefa upp sýningardaga hans.