Þórsarar á leiðinni í Höllina!

IMG_20160125_210539Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Keflavík 100-79 í kvöld.

Leik­ur­inn var jafn fyrstu þrjá leik­hlut­ana og í hálfleik voru Þórsarar yfir 48-46. Í þriðja leikhluta spiluðu Keflvíkingar þó betur og komust yfir 67-65.

Þórsarar komu virkilega öflugir inn í seinasta leikhlutann en það sama er ekki hægt að segja um Keflvíkinga sem sáu aldrei til sólar í leikhlutanum.

Þórsarar sigruðu því sögulegan sigur í kvöld þar sem liðið hefur aldrei áður spilað bikarúrslitaleik. Þórsarar eru því á leið í Laugardalshöllina og munu spilar úrslitaleik á móti KR.