Bakskólinn: Kynntu þér málið í íþróttamiðstöðinni í dag

bakskoli01Sjúkraþjálfarinn Hjörtur Sigurður Ragnarsson er að fara af stað með fjögurra vikna námskeið sem hann kallar „Bakskólinn“.

Í dag, þriðjudaginn 26. janúar, verður Hjörtur með kynningarfund í íþróttamiðstöðinni kl. 20:00 og eru allir velkomnir að mæta og kynna sér málið.

Eftirfarandi segir Hjörtur um námskeiðið:

hjortur01„Bakverkir hrjá marga. Oft koma verkir fram í köstum sem líða hjá en taka sig upp aftur. Í mörgum tilvikum eru þetta verkir sem ekki endilega stafa af alvarlegum sjúkdómi. Bakið er hannað fyrir hreyfingu og þarfnast mikillar hreyfingar. Með röntgenmyndum og segulómun er hægt að greina alvarleg vandamál en slíkar rannsóknir taka sjaldnast verkinn í burtu. Þó að sjúkdómsgreiningin sé til á blaði ert það þú sem þarft að vinna í því,“

  • Finnur þú fyrir verkjum í baki að staðaldri
  • Færð þú verk við einfaldar daglegar athafnir
  • Ert þú að hvíla „verkinn“ úr þér án árangurs
  • Ert þú með langa bakverkjasögu sem þú ert að gefast upp á að laga
  • Fórst þú í aðgerð og ert enn ekki sátt/-ur

Hvernig væri að hætta að tala um verkinn og gera eitthvað í málunum?

Námskeiðið inniheldur:

  • Bakverkjagreiningu og viðtal
  • Sérhæft heimaæfingakerfi
  • Æfingar undir leiðsögn sjúkraþjálfara 2x í viku í 1 mánuð
  • Fyrirlestur