Undanúrslitin í kvöld: Stærsti leikur Þórs til þessa

thor_skallagrimur-11Í kvöld fer fram stórleikur í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn þegar Þór fær Keflavík í heimsókn í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfubolta.

Það er mikið í húfi fyrir bæði lið þar sem sigurliðið mun leika til úrslita í Laugardalshöllinni en Þórsarar hafa aldrei áður komist í úrslit í bikarkeppninni.

Við hvetjum Þorlákshafnarbúa að drífa sig á völlinn í kvöld og hjálpa strákunum að komast alla leið í Laugardalshöllina.

Leikurinn hefst klukkan 19:15.