Hjörtur Már setti nýtt Íslandsmet

Mynd / ifsport.is
Mynd / ifsport.is

Sundkappinn Hjörtur Már Ingvarsson setti Íslandsmet í 100 baksundi í flokki S6 á Reykjavíkurleikunum í gær. Hjörtur synti á tímanum 1:46,04 mínútum.

Hjörtur æfir með Íþróttafélaginu Firði og er nú fluttur í Hafnarfjörðinn en hann er þó Þorlákshafnarbúi í húð og hár.

Glæsilegur árangur hjá kappanum og óskum við honum til hamingju með árangurinn.