Digiqole ad

Upphitunarmyndband Þórs fyrir undanúrslitaleikinn

 Upphitunarmyndband Þórs fyrir undanúrslitaleikinn

thor_kefla01Á mánudaginn fer fram mikilvægasti leikur tímabilsins til þessa hjá Þór þegar þeir fá Keflavík í heimsókn í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Þórsarar settu saman af því tilefni upphitunarmyndband fyrir þennan stórleik í Þorlákshöfn sem Hafnarfréttir frumsýna hér.

Hér að neðan má sjá myndbandið en í því má sjá ýmis flott tilþrif Þórsara frá tímabilinu. Lagið sem hljómar undir er „Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum“ með Þorlákshafnarbúanum Jónasi Sigurðssyni.

Við hvetjum alla til að fjölmenna á völlinn því sæti í úrslitum í Laugardalshöllinni er í húfi.