Mikil gleði var á kaffistofu Hafnanes/Ver fyrr í dag þegar fyrirtækið veitti 16 styrki sem ætlaðir eru til að efla íþrótta-, félags- og menningarstarf í Ölfusi.
Fulltrúar hina ýmsu félaga mættu á kaffistofuna og tóku við styrkjunum en fyrirtækið hefur í mörg ár styrkt vel við bakið á félögum í sveitarfélaginu.
Þeir sem fengu styrki voru eftirfarandi:
- Fimleikadeild Þórs
- Frjálsíþróttadeild Þórs
- Badmintondeild Þórs
- Körfuknattleiksdeild Þórs
- Vélhjóladeild Þórs
- Barnastarf Knattspyrnufélagsins Ægis
- Leikfélagið Ölfus
- Lúðrasveit Þorlákshafnar
- Kvenfélagið Bergþóra
- Kvenfélag Þorlákshafnar
- Hestamannafélagið Háfeti
- Björgunarsveitin Mannbjörg
- Félag eldri borgar í Ölfusi
- Aðalbjörg Halldórsdóttir
- Þorlákskirkja
- Brunavarnir Árnessýslu
Að þessu tilefni setti Kata saman þessa vísu:
Í Hafnarnesi viljum við
styrkja félagsstarfið.
Megi þetta leggja lið
og uppfylla ykkar þarfir.
En árin misjöfn þau eru
í rekstri hjá þér og mér.
Það er því í raun og veru
ekki ávallt hægt að styrkja hér.
Árið fór þó betur
en þorðum við að vona.
Það veitti okkur getu
til að styrkja svona.
Með gleði í hjarta við getum
veitt ykkur fjárstyrk í dag.
Við starf ykkar sannlega metum
því styðjum við ykkar hag.
Frábært framtak hjá fjölskyldunni frá Hrauni en það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki séu jafn gjafmild og samfélagslega þenkjandi og Hafnarnes/Ver voru í dag. Þessir styrkir munu án efa koma að góðum notum til að efla íþrótta-, félags- og menningarstarf í Ölfusi.
Hafnarnes/Ver hvetur þá sem geta að styðja við bakið á félögum í nærsamfélaginu sem og við kirkjuna sem þarf fjármuni í að viðhalda húsnæði sem þjónar samfélagi hlutverki.