Sterkur sigur gegn toppliðinu

Halldór Garðar var magnaður í leiknum, Mynd: Bára Dröfn / Karfan.is

Þórsarar eru komnir aftur á sigurbraut í Domino´s deildinni í körfubolta en í gærkvöldi vann liðið sterkan sigur á Keflavík sem sat í efst sæti deildarinnar fyrir leikinn.

Þórsarar voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilið. Lokatölur urðu 89-81.

Halldór Garðar var algjörlega frábær í þessum leik og skoraði 34 stig og gaf 5 stoðsendingar. Vincent Bailey kom sterkur til baka og var flottur í gær með 20 stig og 9 fráköst. Dino Butorac skoraði 12 stig og Marko Bakovic bætti við 10 stigum. Ragnar Örn skoraði 8 stig og Emil Karel 5.