Tilkynning frá jólasveinunum

Jólasveinar og aðstoðarmenn auglýsa nú móttöku pakka í skýli björgunarsveitarinnar á Þorláksmessu milli 18 og 20.
Pökkum verður síðan dreift á aðfangadag og byrja jólasveinarnir kl. 09:30 í Gula hverfinu, því næst í Rauða hverfið, græna hverfið, blaa hverfið og enda í fjólubláa hverfinu.

Þóknun fyrir pakkaskutlið eru litlar 500 krónur á pakkann.
ATH: Við getum því miður ekki tekið við séróskum um tímapantanir að þessu sinni.

Eins óska bræðurnir eftir fleiri aðstoðarmönnum og tekur björgunarsveitin við umsóknum um starfið á Facebook síðu sinni.

Hæfniskröfur eru að vera algjör jólasveinn inn við beinið.