Jólasýning fimleikadeidar Þórs Þorlákshöfn

Ár hvert er fimleikadeild Þórs með jólasýning sem sett er upp í leiksýningar stíl með atriðum inn á milli frá hópum deildarinnar. Að þessu sinni var leikritið Aladdín sett upp og heppnaðist frábærlega. Sigríður Fjóla, iðkandi í T1, samdi handriti og Þóra, einnig iðkandi í T1, samdi flesta dansana í sýningunni. Elsti hópurinn, T1, sér um að leika hlutverkin á sýningunni en yngri hóparnir sýna svo atriði inn á milli í búningum eins og aðalleikararnir eru í. Það voru því margar Jasmínar, margir apar, töfrateppi, Aladdínar og Jafarar sem sýndu hvað þau hafa lært í vetur.

Á bakvið svona sýningu er ótrúleg vinna sem þjálfara sjá alfarið um og eiga hrós skilið fyrir vel unnin störf. Iðkendur hafa einnig lagt mikið á sig til að gera sýninguna eins frábæra og hún var. Frítt er inn á sýninguna á hverju ári og er alltaf gaman að sjá hversu margir sjá sér fært að mæta og voru um 200 manns sem komu og nutu sýningarinnar með okkur að þessu sinni. Við erum afar stolt af okkar fimleikafólki sem sýnir framfarir með hverjum deginum.

Á jólasýningunni tilkynnum við svo hver er fimleikamaður ársins og að þessu sinni var það Katrín Ósk Þrastardóttir sem varð fyrir valinu. Katrín er svo með þessu vali komin í hóp þeirra íþróttamanna sem geta hlotið titilinn íþróttamaður Ölfus 2019 og er hún vel að þessum tiltli komin.

Nú á nýju ári fáum við svo frábæra aðstöðu afhenta sem kemur til með að lyfta fimleikunum upp á hærra plan hér í þorlákshöfn og verður það flott viðbót við þá góður íþróttaaðstöðu sem nú fyrir er. Hamingjan er með sanni hér.

Ingibjörg
Formaður fimleikadeildar Þórs Þorlákshöfn