Kleinur settar á svið

Leikfélag Ölfuss frumsýnir leikverkið Kleinur eftir Þórunni Guðmundsdóttur þann 8. febrúar næstkomandi. Leikstjóri að þessu sinni er okkar eigin Árný Leifsdóttir, sem hefur komið að flestum uppsetningum leikfélagsins, en nú leikstýrir hún fimmtándu uppsetningunni sem fer á svið frá því að Leikfélag Ölfuss var stofnað.

Sjö leikarar taka þátt í sýningunni og sum þeirra eru stíga sín fyrstu skref á sviði fyrir félagið, leikararnir eru Björg Guðmundsdóttir, Brynhildur Óskarsdóttir, Helena Helgadóttir, Ívar Örn Baldursson, Jóhanna Hafdís Leifsdóttir, Óttar Ingólfsson og Telma Rut Jónsdóttir.

Miðasala fer fram í síma 786-1250 frá 12-18 virka daga, einnig er hægt að senda sms skilaboð utan þess tíma. Miðaverð er kr. 2500

Verið velkomin í leikhúsið!

Frumsýning laugardaginn 8. febrúar kl. 20:00
2. sýning 13.02.2020 kl: 20:00
3. sýning 18.02.2020 kl. 20:00
4. sýning 22.02.2020 kl. 20:00
5. sýning 27.02.2020 kl. 20:00
6. sýning 03.03.2020 kl. 20:00