Styttist í afhendingu íbúða í Sambyggð

Framkvæmdir eru aftur komnar á fullt í Sambyggð 14 og stefnir fyrirtækið Próhús á að afhenda íbúðirnar um næstu mánaðarmót en tafir hafa orðið á framkvæmdum. Um leið og því verkefni er lokið verður hafist handa við næstu blokk í Sambyggð 18 að sögn Jóns Vals eiganda Próhús.

„Miðað við allt þá höldum við að 6-8 mánuðir á þessum árastíma sé í raun ekki svo slæmt en að sjálfsögðu eiga áætlanir um afhendingu að standast, sem er alls ekki að gerast hjá okkur og trúðu mér okkur þykir það miður en við erum þess vissir að okkar kaupendur koma til með að fá góðar íbúðir og það á ótrúlegu verði eða verði sem enginn hefur boðið.“ Sagði Jón í samtali við Hafnarfréttir.